Það tók Margréti Leifsdóttur, arkitekt hjá Arkibúllunni ríflega 1.300 klukkustundir að teikna braggann í Nauthólsvík. Þetta kemur fram á vef DV. Miðað við átta tíma vinnudag eru það ríflega 160 vinnudagar - eða um átta mánuðir. Fyrir þessa vinnu fékk hún 23 milljónir króna.

Sjá einnig: „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn“

DV segir að ríflega 1.300 klukkutímar hafi farið í hönnunarvinnu og yfir 600 klukkutímar í „umsjón og eftirlit með hönnuninni“. 114 tímar hafi farið í vettvangsferðir og fundi vegna hönnunar. Samtals séu klukkustundirnar um tvö þúsund talsins og kostnaðurinn um 35 milljónir króna.

Í frétt DV segir að fleiri hafi komið að hönnun braggans en Arkibúlla Margrétar. Þær tölur séu ekki inn í þessari umfjöllun. Blaðið birtir afrit af reikningum frá Arkibúllunni frétt sinni til staðfestingar. Fram kemur að meðal tímakaupið fyrir hönnunina hafi verið tæplega 14 þúsund krónur.