Innlent

Sögð hafa fengið 23 milljónir fyrir að teikna braggann

Arkítektinn sem hannaði braggann í Nauthólsvík er samtals sagður hafa notað um 2.000 klukkustundir til verksins.

Kostnaður við braggann fór langt fram úr öllum áætlunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Það tók Margréti Leifsdóttur, arkitekt hjá Arkibúllunni ríflega 1.300 klukkustundir að teikna braggann í Nauthólsvík. Þetta kemur fram á vef DV. Miðað við átta tíma vinnudag eru það ríflega 160 vinnudagar - eða um átta mánuðir. Fyrir þessa vinnu fékk hún 23 milljónir króna.

Sjá einnig: „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn“

DV segir að ríflega 1.300 klukkutímar hafi farið í hönnunarvinnu og yfir 600 klukkutímar í „umsjón og eftirlit með hönnuninni“. 114 tímar hafi farið í vettvangsferðir og fundi vegna hönnunar. Samtals séu klukkustundirnar um tvö þúsund talsins og kostnaðurinn um 35 milljónir króna.

Í frétt DV segir að fleiri hafi komið að hönnun braggans en Arkibúlla Margrétar. Þær tölur séu ekki inn í þessari umfjöllun. Blaðið birtir afrit af reikningum frá Arkibúllunni frétt sinni til staðfestingar. Fram kemur að meðal tímakaupið fyrir hönnunina hafi verið tæplega 14 þúsund krónur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavík

Vildu strandstemningu með stráunum rándýru

Reykjavík

Hringdi bjöllum í Braggamáli

Innlent

Bragginn „æpandi dæmi“ um sóun á almannafé

Auglýsing

Nýjast

For­seta­frúin lætur reka þjóðar­öryggis­ráð­gjafa

Vilja neyðarfund í Öryggisráðinu

Vann 25 milljónir á röð númer 512

Umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis fjórfaldast

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Ætlar að farga plaggatinu

Auglýsing