Án föngunar og förgunar CO2, mun heimurinn ekki ná markmiðum sínum í loftslagsmálum,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbix. Carbfix er fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem vakið hefur heimsathygli fyrir aðferðir sínar til að breyta varanlega í grjót algengustu gróðurhúsategundinni CO2 sem heimurinn er að slást við að minnka útblástur á til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun á Jörðinni.

Stærsta verkefnið sem fyrirtækið vinnur að núna er Coda Terminal, sem gengur undir nafninu Sódastöðin á íslensku. Sú starfsemi verður byggð upp í Straumsvík þar sem verður tekið á móti CO2, frá öðrum löndum og því dælt ofan í berg til varanlegrar förgunar. Carbfix stefnir að því dæla niður 3 milljónum tonna af CO2 á ári.

Hér má sjá viðtalið við framkvæmdastjóra Carbfix í heild sinni sem sent er út í þættinum Markaðurinn á Hringbraut í opinni dagskrá í kvöld klukkan 19:00.