Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starfs­greina­sam­bandsins, vísar á bug á­sökunum Hall­dóru Sveins­dóttur, formanns Bárunnar stéttar­fé­lags og 2. vara­for­seta ASÍ, um of­beldi og ein­elti innan verka­lýðs­hreyfingarinnar af hans hálfu og formanna VR og Eflingar.

„Hún hefur verið hluti valda­klíkunnar sem hefur stýrt ASÍ langa hríð og reynt að þagga niður alla um­ræðu. Við höfum verið á önd­verðum meiði um líf­eyris­sjóða­kerfið, verð­trygginguna og SALEK,“ segir Vil­hjálmur.

Hann segir eðli­legt að tekist sé á um mark­mið og leiðir innan verka­lýðs­hreyfingarinnar. Í 100 ára sögu hreyfingarinnar sé hefð fyrir slíkum á­tökum.

„Ég hét því þegar ég var kjörinn for­maður Starfs­greina­sam­bandsins að lítil lokuð klíka skyldi ekki fá að ráða öllu á­fram,“ segir Vil­hjálmur og bætir því við að á­stæðan fyrir upp­hlaupi Hall­dóru nú sé að valda­hlut­föllin í verka­lýðs­hreyfingunni séu að breytast.

Vil­hjálmur frá­biður sér á­virðingar hennar um of­beldi og ein­elti og rifjar upp hótanir um að slökkt yrði á hljóð­nema hans þegar hann gerði grein fyrir til­lögum í ræðu­stól á ASÍ-þingi fyrir nokkrum árum.

Vil­hjálmur gefur lítið fyrir gagn­rýni Hall­dóru á að í við­tali á Bylgjunni í kjöl­far af­sagnar Drífu Snæ­dal hafi hann ekki haft um­boð til að tala í nafni Starfs­greina­sam­bandsins. Hann hafi vita­skuld verið að tala sem ein­stak­lingur, líka þegar hann nefndi þau Ragnar Þór og Sól­veigu Önnu sem mögu­leg í em­bætti for­seta ASÍ.

„Hall­dóra Sveins­dóttir barðist gegn kjöri mínu sem formanns Starfs­greina­sam­bandsins. Niður­staða lýð­ræðis­legrar kosningar var hins vegar skýr og ég mun sitja sem for­maður á meðan ég hef lýð­ræðis­legt um­boð til þess,“ segir Vil­hjálmur Birgis­son og bætir því við að það skjóti skökku við að Hall­dóra, sem áður hafi sagt opin­berun á­greinings innan verka­lýðs­hreyfingarinnar vera vatn á myllu and­stæðinga hennar, standi nú sjálf fyrir upp­hlaupum og sví­virðingum í sinn garð og fleiri. „Þetta snýst um völd og ekkert annað. Hún hefur ó­hikað tekið þátt í jaðar­setningu annarra en óttast nú að verða jaðar­sett sjálf.“