Upp er komin sérkennileg staða í sænskum stjórnmálum eftir vandræðagang minnihlutastjórnar Stefan Löfven forsætisráðherra sem greindi frá afsögn sinni í morgun. Vantrauststillaga á hendur Löfven var samþykkt af sænska þinginu í síðustu viku sem veitti honum viku frest til að boða til kosninga innan þriggja mánaða eða segja af sér og reynt yrði að mynda nýja stjórn.

„Við eigum í erfiðleikum á pólitíska sviðinu,“ sagði Löfven á fundinum en sagðist engu að síður reiðubúinn að halda áfram í starfi forsætisráðherra. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á mínum ferli,“ sagði hann um þá ákvörðun sína að láta af embætti forsætisráðherra.

Löfven heldur á fund Karls Gústafs konungs í dag þar sem hann gerir grein fyrir afsögn sinni. Hann ætlar að gera tilraun til að mynda nýja stjórn en Anders Norlén, forseti sænska þingsins, gegnir þar stóru hlutverki en það er í hans verkahring að ræða við formenn allra flokka á sænska þinginu og veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta myndað starfhæfa stjórn umboð til þess.

Norlén getur veitt slíkt umboð fjórum sinnum en eftir það þarf að boða til aukakosninga. Þingið þarf að greiða atkvæði um hvern þann sem Norlén veitir leyfi til að mynda stjórn og taka við embætti forsætisráðherra sem gerir það að verkum að meirihluti þingmanna verður að styðja hann eða greiða ekki atkvæði.

Eftir þing­kosn­ing­ar 2018 tók fjór­a mán­uð­i að mynd­a stjórn en Nor­lén hef­ur heit­ið því að það taki styttr­i tíma í þett­a skipt­ið. Næst­u kosn­ing­ar til þings í Sví­þjóð eru á dag­skrá í sept­em­ber á næst­a ári en hvort þeim verð­i flýtt skýr­ist á næst­unn­i.

Engin tím­a­mörk eru á þess­um stjórn­ar­mynd­un­ar­til­raun­um en vegn­a þess hve djúp­stæð­ur á­grein­ing­ur er í sænsk­um stjórn­mál­um er við­bú­ið að þær taki sinn tíma. Að mati sér­fræð­ing­a koma þrjú til grein­a sem næst­i for­sæt­is­ráð­herr­a en það eru auk Löfv­en þau Ulf Krist­ers­son for­mað­ur Miðj­u­flokks­ins og Anne Lööf for­mað­ur Mið­flokks­ins.

Anne Lööf gæti orð­ið næst­i for­sæt­is­ráð­herr­a Sví­þjóð­ar.
Mynd/Wikipedia