Í dag má búast við norðaustan kalda eða allhvössum vind, 8-15 metrum á sekúndu. Éljagangi er spáð fyrir norðan og austan, en þurrt og víða bjart veður á suðvesturhorninu. Hiti verður á bilinu 0 - 16 stig suðaustan til en frost annars 0-8 stig.

Það lægir í kvöld og nótt, en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar upp um landið vestanvert. Annað kvöld má búast við að fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og vindstyrkur nærri stormstyrk. „Þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta", segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Mun hægara og þurrt að kalla austan til. Hlýnar í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Sunnan 13-20 metrar á sekúndu og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 metra á sekúndu með éljagangi sunnan- og vestan til og kólnar í veðri.

Á föstudag:
Suðvestan 13-20 metrar á sekúndu og éljagangur, en bjartviðri norðaustanlands, hvassast við suður- og vesturströndina. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:
Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost.

Á mánudag:
Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á sunnanverðu landinu og hlýnandi veður.