Fólk á félagslegri aðstoð í Danmörku er snuðað af sveitarfélögum, að sögn Danmarks Radio.

Maður að nafni Preben Jensen fékk allt í einu greitt út jafnvirði ríflega 670 þúsund íslenskra króna, eftir að sveitarfélagið hafði árum saman klipið af peningaaðstoð hans. Að sögn Danmarks Radio sýna skjöl sem aflað hefur verið, að allt frá árinu 2016 hafi sveitarfélög ólöglega dregið af þeirri aðstoð sem ógiftir áttu með réttu að njóta.