Banda­ríski upp­ljóstrarinn Edward Snowden er nú orðinn rúss­neskur ríkis­borgari. Reu­ters greinir frá.

Snowden sótti um ríkis­borgara­réttinn fyrir um tveimur árum, en sam­kvæmt tals­manni stjórn­valda í Moskvu stendur ekki til að Vla­dí­mír Pútín, for­seti Rúss­lands muni hitta Snowden.

Edward Snowden hefur verið bú­settur í Rúss­landi síðan árið 2013, þegar hann flúði Banda­ríkin eftir að hann lak leyni­legum gögnum í fjöl­miðla sem sýndu fram á um­fangs­mikið eftir­lit leyni­þjónustu Banda­ríkjanna, NSA, innan­lands og utan. Síðan þá hefur hann verið eftir­lýstur af banda­rískum yfir­völdum.