„Reykjavík verður ekki bæjarstjóri á Akureyri að þessu sinni og ég óska sigurvegurum þessa kosninga til hamingju með sigurinn,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður um kisuna sína Reykjavík.

Ekki munaði miklu að kattaframboðið næði ketti inn í bæjarstjórn Akureyrar í kosningunum í gær og fékk framboðið 4,1 prósents fylgi.

„Snorri segist þakklátur þeim sem kusu kattaframboðið. „Ég er stoltur af Kattaframboðinu og þakklátur þeim sem komu að því.“

Hann segir að því miður séu Akureyringar ekki tilbúnir í breytingar.

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur. Ég slepp við að vera fastur á Akureyri næstu fjögur árin og frelsið er yndislegt,“ segir Snorri.

Ein helsta ástæða framboðsins var fyrirhuguð breyting sem hefði bannað lausagöngu katta á Akureyri.

Píratar fengu einu prósentustigi minna fylgi í kosningunum á Akureyri en kattaframboð Snorra.