Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti ýmsum verk­efnum í gær og í nótt. Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að til­kynnt hafi verið um konu í annar­legu á­standi sem var til vand­ræða á Austur­velli. Eftir að rætt var við hana lofaði hún að hætta að angra annað fólk.

Þá var slasaðist maður þegar hann ók rafs­kútu á ljósa­staur. Maðurinn var undir á­hrifum á­fengis og var fluttur á bráða­mót­töku með sjúkra­bíl.

Ölvaður maður slasaðist í hverfi 101 þegar hann ók rafs­kútu á ljósa­staur, maðurinn fluttur á bráða­mót­töku með sjúkra­bíl.

Til­kynnt var um bæði um­ferðar­slys- og ó­happ. Í Kópa­voginum blindaðist öku­maður af sólinni og ók á um­ferðar­merki. Bíll hans var fjar­lægður með krana­bif­reið. Í Breið­holtinu varð um­ferðar­slys þegar bif­hjóli var ekið aftan á bif­reið sem snögg­hemlaði þegar gæs gekk yfir götuna. Öku­maður bif­hjólsins var fluttur á slysa­deild með sjúkra­bif­reið..