Óskað var eftir að­stoð lög­reglu í gær eftir að tölu­vert magn af snjó féll ofan af hús­þaki og lenti á veg­far­endum sem gengu þar undir. Að sögn lög­reglu voru tveir veg­far­endur með minni háttar á­verka í and­liti en ekki var talin á­stæða til að flytja þá á bráða­mót­töku til skoðunar.

Lög­regla hand­tók svo ofur­ölvi ein­stak­ling á veitinga­stað í hverfi 105. Maðurinn er sagður hafa verið með truflandi á­hrif á starf­semi veitinga­staðarins og var hann vistaður í fanga­klefa þar til rennur af honum. Ekki reyndist unnt að tala við hann sökum ölvunar.

Þá var til­kynnt um rán í verslun í mið­borginni í gær. Einn var hand­tekinn á vett­vangi og er hann vistaður í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins. Frekari upp­lýsingar koma ekki fram í skeyti lög­reglu.

Þessu til við­bótar voru nokkrir öku­menn teknir úr um­ferð vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna.