Í dag verður hæg­lætis veður framan af, en sums staðar él fyrir norðan og allra syðst. Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að undir kvöld færist snjó­komu­bakki yfir Suð­austur­land. Í gær hafði tals­verðri snjó­komu verið spáð á Suður­landi og á höfuð­borgar­svæðinu en veður­fræðingur segir að svona geti spárnar breyst.

„…telst þetta til minni­háttar breytinga þótt það hafi mikil á­hrif á okkur sem búum á Höfuð­borgar­svæðinu.“

Í dag verður norðlæg átt, víða 3 til 10 metrar á morgun. Dálítil él á víða og dreif, en bætir í vind með kvöldinu. Frost er á bilinu 1 til 13 stig og er kaldast í innsveitum norðaustanlands, en sums staðar frostlaust syðst.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:

Norð­vestan 5-13 m/s og snjó­koma með köflum á vestan­verðu landinu, en lík­lega þurrt allra vestast. Hæg suð­læg átt og úr­komu­lítið austan­til. Frost víða 0 til 5 stig, en frost­laust við suður­ströndina. Styttir upp vestan­til undir kvöld, en fer þá að snjóa fyrir austan og kólnar í veðri.

Á sunnu­dag:

Norð­læg átt víða, 3-10 m/s. Stöku él, einkum syðst og austast, annars víða bjart­viðri. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánu­dag:

Hæg breyti­leg átt, yfir­leitt létt­skýjað og tals­vert frost, en austankaldi, stöku él og mildara syðst.

Á þriðju­dag:

Austan­strekkingur og skýjað, en él syðst og austast og á­fram frost víðast hvar.

Á mið­viku­dag og fimmtu­dag:

Út­lit fyrir austan­átt, víða dá­lítil él og á­fram svalt í veðri.