Í dag verður hæglætis veður framan af, en sums staðar él fyrir norðan og allra syðst. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að undir kvöld færist snjókomubakki yfir Suðausturland. Í gær hafði talsverðri snjókomu verið spáð á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en veðurfræðingur segir að svona geti spárnar breyst.
„…telst þetta til minniháttar breytinga þótt það hafi mikil áhrif á okkur sem búum á Höfuðborgarsvæðinu.“
Í dag verður norðlæg átt, víða 3 til 10 metrar á morgun. Dálítil él á víða og dreif, en bætir í vind með kvöldinu. Frost er á bilinu 1 til 13 stig og er kaldast í innsveitum norðaustanlands, en sums staðar frostlaust syðst.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestan 5-13 m/s og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu, en líklega þurrt allra vestast. Hæg suðlæg átt og úrkomulítið austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Styttir upp vestantil undir kvöld, en fer þá að snjóa fyrir austan og kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Norðlæg átt víða, 3-10 m/s. Stöku él, einkum syðst og austast, annars víða bjartviðri. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt, yfirleitt léttskýjað og talsvert frost, en austankaldi, stöku él og mildara syðst.
Á þriðjudag:
Austanstrekkingur og skýjað, en él syðst og austast og áfram frost víðast hvar.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir austanátt, víða dálítil él og áfram svalt í veðri.