Í nótt og í fyrramálið mun snjóa talsvert austanlands til fjalla, svo sem á Fjarðarheiði og á Fagradal.  Eins á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í fyrramálið og á Öxnadalsheiði þegar kemur fram á daginn. 

Á stöku stað má búast við skafrenning og jafnvel kóf þegar frá líður.