Seint í kvöld mun kólna snögglega á Norðurlandi. Þetta kemur fram í ábendingu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að snjóar muni á vegum á Þverárfjalli, Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og krapasnjór norður um á Siglufjörð og Ólafsfjörð. Áfram verða él á annesjum fyrir norðan í fyrramálið.

Útlit er fyrir vestan hvassviðri eða storm austantil á landinu í kvöld, með snörpum vindhviðum við fjöll. Þetta getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.