Heldur svalara verður í veðri í dag en í gær og mun úr­komu­bakki koma inn á land síð­degis. Þetta mun þýða að úr­koma við suður- og vestur­ströndina verður í formi snjó­komu eða slyddu. Á stöku stað gæti þó rignt þar sem hiti verður um frost­mark.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu Ís­lands.

Annars staðar á landinu byrjar að snjóa seinni partinn og í kvöld en þar mun hitinn lík­lega aldrei komast yfir frost­mark.

Á morgun verður norð­læg átt ríkjandi og víða 5 til 10 metrar á sekúndu. Fyrir norðan og austan má gera ráð fyrir éljum en sunnan jökla styttir smám saman upp. Frost verður um allt land.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á þriðju­dag:
Norð­austan 3-10 m/s og víða dá­lítil snjó­koma eða slydda. Norðan 5-13 og él síð­degis, en úr­komu­lítið SV- og V-lands. Hiti um eða undir frost­marki, en kólnar seinni­partinn.

Á mið­viku­dag (full­veldis­dagurinn):
Minnkandi norðan­átt og bjart með köflum, en dá­lítil él á NA- og A-landi. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast í inn­sveitum. Vaxandi suð­austan­átt vestast um kvöldið með minnkandi frosti.

Á fimmtu­dag:
Suð­austan 10-18 með snjó­komu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hægari suð­vestan­átt og dregur úr vætu síð­degis. Hlýnandi veður.

Á föstu­dag:
Vest­læg átt og dá­lítil él, en þurrt A-til. Hiti um eða undir frost­marki.

Á laugar­dag:
Breyti­leg átt, stöku él og kalt í veðri.

Á sunnu­dag:
Út­lit fyrir suð­aust­læga átt, bjart og kalt, en þykknar upp og hlánar SV-til síð­degis.