Í dag verður allvíða snjókoma eða slydda, en þegar líður á daginn hvessir af suðvestri og hlýnar og færist þá úrkoman yfir í rigningu, fyrst um landið suðvestanvert.
Vestan strekkingur verður austan til í fyrstu með morgninum, annars hægari breytileg átt og úrkomulítið, en dálítil snjókoma á Suðvesturlandi. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á morgun, mánudag viðhaldast hlýindin og fremur vætusamt veður, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.
Hiti víða 3 til 8 stig, en ekki er útilokað að hitinn geti rofi 10 stiga múrinn og eru Austurland líklegasti staðurinn hvað það varðar.