Í dag verður all­víða snjó­koma eða slydda, en þegar líður á daginn hvessir af suð­vestri og hlýnar og færist þá úr­koman yfir í rigningu, fyrst um landið suð­vestan­vert.

Vest­an strekk­ing­ur verður austan til í fyrstu með morgn­in­um, ann­ars hæg­ari breyti­­leg átt og úr­­komu­lítið, en dá­lít­il snjó­koma á Suð­vest­ur­landi. Frost verður á bil­inu 0 til 10 stig, kald­ast í inn­sveit­um norðan­lands.

Á morgun, mánu­dag við­haldast hlýindin og fremur vætu­samt veður, en lengst af þurrt á Norð­austur- og Austur­landi.

Hiti víða 3 til 8 stig, en ekki er úti­lokað að hitinn geti rofi 10 stiga múrinn og eru Austur­land lík­legasti staðurinn hvað það varðar.