Ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu hefur verið lýst yfir á norðan­verðum Vest­fjörðum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands.


Mjög hvasst hefur verið á Vest­fjörðum síðan snemma í morgun og skaf­renningur til fjalla frá því í gær. Snjó­flóða­hætta getur auð­veld­lega skapast við þær að­stæður þar sem snjórinn hefur safnast í fjöll. Þó er ekki talin hætta í byggð eins og er.

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Mjög hvasst hefur verið síðan snemma...

Posted by Veðurstofa Íslands on Friday, February 14, 2020

Á­fram er spáð hvass­viðri og hríðar­veðri allan dag og fram yfir mið­nætti á Norður­landi og Vest­fjörðum en þá dregur úr vindi og úr­komu.


„Snjó­flóða­vakt Veður­stofunnar fylgist grannt með þessum að­stæðum í sam­ráði við al­manna­varnir,“ segir í til­kynningu Veður­stofunnar.