Um hádegisleytið í dag féll snjóflóð í Brimnesdal, við Ólafsfjörð, og endaði á sjö manna skíðahópi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en tilkynning um flóðið barst klukkan hálf eitt.
Einn í skíðahópnum fótbrotnaði í flóðinu. Búið er að kalla út björgunarsveitir á Eyjafjarðarsvæðinu og verið er að vinna í því að koma björgum á vettvang.
Lögreglan segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu