Nú rétt áðan féll snjó­flóð yfir Hníf­dals­veg og er hann lokaður. Lög­reglan á Vestur­landi greinir frá þessu og segir Vega­gerðina og Lög­regluna hafa tekið á­kvörðun um að loka veginum á meðan ofan­flóða­eftir­lit Veður­stofu Ís­lands metur stöðuna með til­liti til þess hvort ó­hætt verði að opna veginn aftur.

Veg­far­endur eru hvattir til þess að fylgjast með upp­lýsingum á heima­síðu Vega­gerðarinnar en appel­sínu­gular við­varanir eru í gildi á Vest­fjörðum, Ströndum, Norður­landi vestra og við Breiða­fjörð.

Í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag sagði Daníel Þor­láks­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands að ekki liggi fyrir hve­nær hættu- og ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu á norðan­verðum Vest­fjörðum verði létt en þar hefur ó­vissu­stig staðið yfir í þó nokkurn tíma.

„Á­standið þar lagast ekkert fyrr en veðrinu slotar þar sem það dregur ekkert úr vanda­málunum fyrr en hættir að snjóa á svæðinu,“ sagði hann.