Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að til­kynnt hafi verið í konu í annar­legu á­standi með inn­kaupa­kerru fulla af verk­færum en að eftir­grennslan lög­reglu hafi hvorki borið árangur né hafi verið hringt aftur vegna konunnar.

Þá var til­kynnt um líkams­á­rás sem rann­sökuð er sem heimilis­of­beldi.

Um klukkan sjö í gær­kvöldi var lög­reglu til­kynnt um brotna rúðu í bif­reið við skóla. Ekki hefur náðst í eig­anda bif­reiðarinnar eða náð að upp­lýsa hver braut hana.

Rétt eftir klukkan sjö var óskað eftir að­stoð lög­reglunnar á Land­spítalanum vegna mann­eskju sem er sögð hafa verið til vand­ræða þar. Lög­regla fjar­lægði mann­eskjuna og kom henni, að sögn lög­reglu, í við­eig­andi úr­ræði.

Ein­hver fjöldi öku­manna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna og aðrir sem óku án réttinda.

Með mögulegt þýfi á sér

Þá var karl­maður hand­tekinn eftir að hann braust inn í hús í mið­borginni og segir í dag­bók lög­reglunnar að mögu­legt þýfi hafi verið í hans fórum. Hann var vistaður í fanga­geymslu.

Þá var í Kópa­vogi eða Breið­holti til­kynnt um snjó­boltakast ung­menna sem endaði með brotinni rúðu í and­dyri heimilis. Málið telst upp­lýst að sögn lög­reglunnar.

Í Árbæ var svo til­kynnt um laus hross á brokki en Reykja­víkur­borg tók við því máli af lög­reglunni.