Óvenju kalt hefur verið í Drekagili við eldfjallið Ösku á hálendinu í sumar en snjór hefur nú fallið þar sjö daga í röð. Sigurður Erlingssonar landvarðar segir þetta ansi óvenjulegt. „Það kemur alltaf fyrir að það snjói en að það sé snjór upp í Öskju um mánaðarmótin júlí og ágúst í heila viku, ég man ekki eftir því,“ segir Sigurður

„Hér byrjaði að snjóa á föstudagskvöld og það hefur bara ekki hætt síðan og þetta er ekki einu sinni fyrsta snjókoma vetrarins. Hún var þriðja júlí og og síðasta snjókoma fyrri vetrar 26. Júní,“ segir Sigurður og bætir kíminn við „þetta er samt búið að vera þannig að veturinn þetta sumarið er búinn að vera tiltölulega mildur“