Fjöl­skylda hinnar fimm­tán áru Noru Qu­oirin, sem fannst látin í Malasíu í gær, segist harmi lostin. Fjöl­skyldan sendi frá sér yfir­lýsingu í morgun þar sem hún þakkar veitta að­stoð og stuðning við leitina að dóttur sinni.

„Hún sannar­lega snart heiminn allan. Grimmdin að hún hafi verið tekin frá okkur er ó­bæri­leg. Hjörtu okkar eru brostin,“ segir í yfir­lýsingunni.

Noru var leitað í tíu daga, eða frá því hún hvarf af hótel­her­bergi fjöl­skyldu sinnar að­fara­nótt sunnu­dagsins 4. ágúst. Hún fannst loks í gær - en látin. Lík hennar var alls­nakið en dánar­or­sökin er enn sem komið er ó­kunn.

Um 350 manns tók þátt í leitinni og tekur fjöl­skyldan fram að stuðningurinn sem hún fékk frá fólki hvaða­næva að úr heiminum hafi verið ó­metan­legur. „Noru tókst að sam­eina fólk, sér­stak­lega frá Frakk­landi, Ír­landi, Bret­landi og Malasíu,“ segja þau, en for­eldrar hennar eru frá Ír­landi og Frakk­landi, en eru bú­sett í Bret­landi.

Nora fæddist með sjald­gæft heil­kenni sem kallast holoprosencephaly og hefur á­hrif á þróun heilans. Hún glímdi af þeim sökum við skerta sam­skipta­hæfni og ýmsar sér­þarfir.

Fjöl­skyldan; Nora, for­eldrar hennar og tvö yngri syst­kin, voru í fríi í Malasíu. Þau komu til landsins 3. ágúst, innan við sólar­hring áður en Nora hvarf, og hugðust dvelja þar í tvær vikur.