Simpansi flúði úr dýragarði í úkraínsku borginni Kharkiv í vikunni. Simpansinn gekk laus í einhvern tíma áður en hann sneri til baka í dýragarðinn á hjóli dýragarðsvarðarins, ásamt því að vera í jakka hans.
Starfsfólk dýragarðsins höfðu reynt að ná simpansanum til baka, án árangurs. Simpansinn, sem heitir Chichi gekk um götur borgarinnar og almenningsgarð í nágrenni borgarinnar á meðan starfsmenn reyndu að ná til hans.
Það var ekki fyrr en það byrjaði að rigna sem starfsmenn dýragarðsins náðu til Chichi, þá hljóp hann til dýragarðsvarðarins, sem klæddi Chichi í gulan jakka, knúsaði hann og teymdi hann á hjóli til baka.
Myndband af atvikinu hefur farið á víð og dreif um samfélagsmiðla en það má sjá hér að neðan.
A monkey escaped from the Kharkiv Zoo today 🐵
— Ukrainian News24 (@MarkRid89403375) September 5, 2022
The zoo employee had to catch and persuade the animal to return home for a long time.
As a result, the monkey froze and agreed only for a warm jacket. She was returned to the zoo on a bicycle.
The news we deserve pic.twitter.com/fmpLcBMwRE