Simpansi flúði úr dýra­garði í úkraínsku borginni Kharkiv í vikunni. Simpansinn gekk laus í ein­hvern tíma áður en hann sneri til baka í dýra­garðinn á hjóli dýra­garð­svarðarins, á­samt því að vera í jakka hans.

Starfs­fólk dýra­garðsins höfðu reynt að ná simpansanum til baka, án árangurs. Simpansinn, sem heitir Chichi gekk um götur borgarinnar og al­mennings­garð í ná­grenni borgarinnar á meðan starfs­menn reyndu að ná til hans.

Það var ekki fyrr en það byrjaði að rigna sem starfs­menn dýra­garðsins náðu til Chichi, þá hljóp hann til dýra­garð­svarðarins, sem klæddi Chichi í gulan jakka, knúsaði hann og teymdi hann á hjóli til baka.

Mynd­band af at­vikinu hefur farið á víð og dreif um sam­fé­lags­miðla en það má sjá hér að neðan.