Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, mun ekki taka þátt í um­ræðum um þriðja orku­pakkann í dag eftir að hafa snúið sig á hné. Flokkurinn er afar mót­fallinn því að þriðji orku­pakkinn verði inn­leiddur og hefur barist fyrir því að málið fari í þjóðar­at­kvæða­greiðslu.

Frá þessu greinir Inga á Face­book, en Flokkur fólksins telur að­eins tvo þing­menn og mun það því koma í hlut Guð­mundar Inga Kristins­sonar að tala fyrir hönd flokksins á þingi að svo stöddu.

„Ein­hvern veginn tókst mér að snúa mig á hné, sit heima og langar að taka þátt í bar­áttunni gegn þriðja orku­pakkanum á þinginu en svona er það bara , það gerist að ég verð að segja pass,“ skrifar Inga á Face­book.

„Ég bara til­kynnti mig inn lasna í dag af því að ég var úti að labba og ég er svona rosa­lega aktív í öllu sem ég geri, að ein­hvern veginn tókst mér að snúa mér í það öflugan hring, að ég bara dreg á eftir mér fótinn í dag,“ segir Inga í sam­tali við Frétta­blaðið.

Tveir flokkar af átta eru mót­fallnir þriðja orku­pakkanum svo­nefnda, en það eru Flokkur fólksins og Mið­flokkurinn. Mið­flokkurinn hefur haldið uppi mál­þófi í um­ræðum um orku­pakkann, og héldu til að mynda annarri um­ræðu um hann fram á morgun, eða til að ganga sex. Þá voru þeir einir í um­ræðunni og í and­svörum við sjálfa sig. Fimm voru enn á mælenda­skrá þegar þing­fundi var slitið. Um­ræður hófust að nýju laust eftir klukkan 16 í dag.

Einhvern veginn tókst mér að snúa mig á hné, sit heima og langar að taka þátt í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum á þinginu en svona er það bara , það gerist að ég verð að segja pass

Posted by Inga Sæland on Tuesday, May 21, 2019