Jarð­skjálfti af stærð 4,8 varð í austan­verðri Bárðar­bungu rétt eftir mið­nætti. Nokkrir minni eftir­skjálftar fylgdu í kjöl­farið og var sá stærsti 2,0 að stærð.

Engir skjálftar mældust í Bárðar­bungu í nótt en allir skjálftarnir í gær­kvöldi mældust á þrettán mínútna tíma­bili frá klukkan 00:05 til 00:18.

Síðast urðu skjálftar af þessari stærðar­gráðu í apríl og janúar á þessu ári, en þeir mældust einnig 4,8 að stærð.

Jarð­skjálfta­hrinan sem hófst skammt frá Gríms­ey á föstu­dag hefur einnig haldið á­fram. Rétt fyrir klukkan sex í morgun varð skjálfti af stærðinni 2,9 en upp­tök hans voru 13 kíló­metra norð­austur af Gríms­ey. Í gær­morgun varð skjálfti af stærðinni 3,3 á sömu slóðum.