Jarð­skjálfti af stærðinni 3,5 varð rétt fyrir klukkan tvö í nótt en upp­tök hans voru tæpa átta kíló­metra norð­norð­vestur af Gjögur­tá, vestar­lega á Húsa­víkur-Flat­eyjar­mis­genginu.

Að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings á Veður­stofu Ís­lands urðu í­búar á Siglu­firði, Ólafs­firði og Dal­vík varir við skjálftann.

Þó nokkur jarð­skjálfta­virkni hefur verið á svæðinu í nótt en flestir skjálftarnir hafa verið litlir. Þó varð einni af stærðinni 2,6 rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun.