Snarpur jarðskjálfti fannst um hálf tíu í kvöld að stærð 3,8 og átti upptök sín rúmum kílómetra suðvestur af Keili.

Áhugi landsmanna fyrir jarðskjálftafregnum er greinilega mikill eftir hrinuna í dag en vegna mikillar umferðar hrundi vefur Veðurstofa Íslands. Sama gerðist eftir fyrsta stóra skjálftann fyrir helgi.

Frá miðnætti hafa 1600 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af 33 yfir 3 á stærð og 7 yfir 4 að stærð.

Sá stærsti var 4,7 að stærð og varð um klukkan 19 í kvöld. Virknin er áframhaldandi og hefur Veðurstofa Íslands nóg á sinni könnu að safna gögnum og senda út tilkynningar. Almannavarnir og viðbragðsaðilar eru vel í stakk búin að takast á við allar sviðsmyndir.