Jarð­skjálfti af stærðinni 4,8 varð um 20 kíló­metra norð­vestur af Húsa­vík rétt fyrir klukkan 15 í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum.

„Þegar hafa borist til­kynningar um að hann hafi fundist á víða á Norður­landi. Nokkrir eftir­skjálftar hafa fylgt í kjöl­farið. Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra hvetur fólk sem býr ná­lægt þekktum skjálfta­svæðum að huga að vörnum og við­búnaði vegna jarð­skjálfta,“ segir í til­kynningu Al­manna­varna.

Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 14:52, 6,8 km ASA af Flatey og 20 km NV af Húsavík í dag. Skjálftinn var af stærðinni...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Þriðjudagur, 15. september 2020