Nokkrir snarpir jarðskjálftar virðast ætla að gera höfuðborgarbúum lífið leitt í nótt Einn fannst nú skömmu fyrir hálf eitt..

Þá fannst annar, sem fannst um allt höfuðborgarsvæðið um hálftólf í kvöld. Óyfirfarnar tölur veðurstofunnar benda til þess að skjálftinn hafi verið 4,8 að stærð.

Skjálftahrina hefur gengið yfir svæðið alla helgina og virðist fremur aukast en ganga niður.

Skjálftarnir virðast eiga upptök sín skammt vestan Kleifarvatns.