Snarpur jarðskjálfti að stærð 5,2 fannst nú klukkan 13.21 í dag á höfuðborgarsvæðinu og á öllu Suðurlandi. Upptök hans voru í Vatnafjöllum um 7,5 kílómetra suður af Heklu á Suðurlandsbrotabeltinu sem er eitt virkasta skjálftasvæði landsins.

Jarðskjálftinn var 3,6 kílómetra dýpi og fannst alveg upp í Borgarnes og að Snæfellsnesi.

Skjálftavirkni byrjaði á svæðinu rétt fyrir hádegi í dag og er töluverð eftirskjálftavirkni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Stærstu eftirskjálfarnir eru um þrír að stærð.

Nokkrir skjálftar yfir tveimur hafa orðið í dag.

Fréttin verður uppfærð.