Erlent

Snar­minnka þarf kjöt­neyslu eða við „rústum“ jörðinni

Umfangsmikil rannsókn á áhrifum matvælaframleiðslu afhjúpar gífurlegan vanda. Gjörbylta þarf neyslumynstri jarðarbúa ef takast á að fæða 10 milljarða manna árið 2050.

Mynd af landbúnaðarsvæði við strandlengju í Scarborough í Norður-Jórvíkurskíri á Bretlandi. Getty Images

Gífurlegur samdráttur í kjötneyslu er frumskilyrði fyrir því að hægt verði að halda hættulegum veðurfarsbreytingum í skefjum. Þetta leiðir umfangsmesta rannsókn sem fram hefur farið á áhrifum matvælaframleiðslu í ljós. Á Vesturlöndum þarf neysla á nautakjöti að dragast saman um 90 prósent og auka þarf neyslu á baunum og belgjurtum fimmfalt.

Þetta kemur fram á vef The Guardian og BBC, svo einhverjir miðlar séu nefndir. Rannsóknin leiðir í ljós að ofboðslegar breytingar þurfi að eiga sér stað í landbúnaði til að jörðin geti fætt 10 milljarða manna, án þess að rústa henni.

Matvælaframleiðsla veldur í dag miklum neikvæðum áhrifum á umhverfið. Þar má nefna losun gróðurhúsalofttegunda frá búpeningi, eyðing skóga og skort á vatni af völdum landbúnaðar. Þá hefur landbúnaður, vegna mengunar, afar slæm áhrif á mörg hafsvæði.

Ástandið mun versna til mun gangi spár eftir um að fólki muni fjölga um 2,3 milljarða til  ársins 2050. Því er spáð að tekjur jarðarbúa muni þrefaldast á þeim tíma, sem muni leiða af sér að fleiri muni hafa efni á að borða vestrænar kjötmáltíðir.

Þessi þróun mun rústa þeim takmörkunum sem jörðin setur okkur með þeim afleiðingum að það ógnar tilvist mankyns. „Þetta er frekar sláandi,“ hefur Guardian eftir Marco Springmann hjá University of Oxford, sem leiddi rannsóknarteymið. „Við erum að ógna sjálfbærni jarðarinnar.“

Johan Rockström hjá Potsdam Institute for Climate Impact Reasearch í Þýskalandi segir að hægt sé að fæða 10 milljarða manna en þá þurfi að verða gífurlegar breytingar á neyslumynstri og framleiðsluaðferðum. Hann var á meðal þeirra sem komu að rannsókninni, sem birtist í vísindaritinu Nature. „Valið okkar stendur á milli þess að gera matvælaframleiðslu umhverfisvænni eða eyðileggja jörðina“. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro lokar landamærum við Brasilíu

Japan

Stríða við mislingafaraldur í Japan

Bandaríkin

Beðið eftir Beto og Biden

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing