Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var á fjórða tímanum í dag kallað út vegna elds sem kom upp í ruslafötu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var hins vegar brugðist hratt við eldinum sem kom sem fyrr segir upp í ruslafötu á salerni hússins og hafði verið slökkt á honum þegar slökkviliðið bar að garði. Skemmdir urðu engar.