Snæ­björn Brynjars­son hefur á­kveðið að segja af sér sem vara­þing­maður Pírata. Á­stæðan er ó­sæmi­leg fram­koma í garð blaða­konunnar Ernu Ýrar Öldu­dóttur um ný­liðna helgi. Hann segist hafa misst stjórn á skapi sínu og vilji ekki láta hegðun sína kasta rýrð á sam­starfs­fé­laga sína og Al­þingi. 

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Snæ­birni, en Frétta­blaðið greindi í morgun frá um­mælum Snæ­björns í garð Ernu. Erna starfar sem blaða­maður á Viljanum, sem rekinn er af Birni Inga Hrafns­syni, og sagðist Snæ­björn fyrir­líta hana fyrir að starfa hjá þeim manni. Erna kvað Snæ­björn hafa sýnt sér bæði ógnandi og ó­þægi­lega fram­komu, og sagði hann hafa lýst því yfir að hann vildi berja hana. 

Snæbjörn sagðist í samtali við blaðið ekki hafa hótað Ernu, en viðurkenndi að hafa „verið með leiðindi“: „Ég myndi aldrei hóta blaðamanni, en ég skulda henni samt afsökunarbeiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leiðindi við fólk í glasi,“ sagði Snæbjörn. 

Til­kynningu Snæ­björns má lesa í heild hér að neðan. 

Að­farar­nótt laugar­dags rakst ég á Ernu Ýr Öldu­dóttur, blaða­mann og fyrr­verandi for­mann fram­kvæmda­ráðs Pírata, á skemmti­stað í Reykja­vík. Ég missti stjórn á skapi mínu og sagði hluti við hana sem voru með öllu ó­við­eig­andi. 

Sú hegðun sem ég sýndi um­rætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum full­trúa. Ég mun axla fulla á­byrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutað­eig­andi af­sökunar. Vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. 

Í ljósi at­burða liðinnar helgar hef ég því á­kveðið að segja af mér sem vara­þing­maður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á sam­starfs­fé­laga mína og Al­þingi. Mér er annt um virðingu Al­þingis, traust fólks á kjörnum full­trúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrot­lausa sjálf­boða­vinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því um­boði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég á­kveðið að segja af mér tafar­laust sem vara­þing­maður Pírata fyrir Reykja­víkur­kjör­dæmi suður og víkja úr öllum á­byrgðar­stöðum sem Píratar hafa falið mér 

Ég ætla mér að læra af þessum mis­tökum og biðst inni­lega af­sökunar á hegðun minni