Í gær greind­­­ust 10 COVID-19 smit inn­­­an­l­­ands. Aðeins einn sem greindist var utan sóttkvíar.

Þá voru 109 í ein­angr­un í gær, ein­um fleir­i en dag­inn áður. Nú eru 1.698 í skim­un­ar­sótt­kví og fjölg­að­i um rúm­leg­a 300 frá því í gær. Einn ligg­ur á sjúkr­a­hús­i með virkt smit.

Ný­geng­i inn­an­lands­smit­a í gær var 16,9 og 11,5 á land­a­mær­un­um. Nýgengi innanlands var 14,5 í gær og á landamærunum 12.

Í fyrr­­a­­dag greind­­ust fjög­­ur COVID-19 smit inn­­an­l­ands og þar af voru tveir ekki í sótt­kv­í. Þá greind­­ust tveir með virkt smit í ann­­arr­­i sýn­­a­t­ök­­u á land­­a­­mær­­un­­um í gær.

Í fyrr­­a­­dag voru tek­­in 977 sýni inn­­an­l­ands og 679 á land­­a­­mær­­um.

Þá voru 108 ein­st­akl­ing­ar með virkt smit í fyrr­­a­­dag og voru í ein­­angr­­un, 1.337 voru í sótt­kv­í og í 1.375 skim­­un­­ar­­sótt­kv­í.

Nú eru 20.734 full­ból­u­sett­ir hér á land­i og er ból­u­setn­ing haf­in hjá 24.688 til við­bót­ar. Frá upp­haf­i far­ald­urs­ins í febr­ú­ar í fyrr­a hafa 6.194 manns greinst með kór­ón­u­veir­un­a hér á land­i síð­ast­a ári. Þá hafa 29 dauðs­föll ver­ið rak­in til Co­vid-19 á Ís­land­i frá upp­haf­i far­ald­urs­ins.