Í gær greindust 10 COVID-19 smit innanlands. Aðeins einn sem greindist var utan sóttkvíar.
Þá voru 109 í einangrun í gær, einum fleiri en daginn áður. Nú eru 1.698 í skimunarsóttkví og fjölgaði um rúmlega 300 frá því í gær. Einn liggur á sjúkrahúsi með virkt smit.
Nýgengi innanlandssmita í gær var 16,9 og 11,5 á landamærunum. Nýgengi innanlands var 14,5 í gær og á landamærunum 12.
Í fyrradag greindust fjögur COVID-19 smit innanlands og þar af voru tveir ekki í sóttkví. Þá greindust tveir með virkt smit í annarri sýnatöku á landamærunum í gær.
Í fyrradag voru tekin 977 sýni innanlands og 679 á landamærum.
Þá voru 108 einstaklingar með virkt smit í fyrradag og voru í einangrun, 1.337 voru í sóttkví og í 1.375 skimunarsóttkví.
Nú eru 20.734 fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 24.688 til viðbótar. Frá upphafi faraldursins í febrúar í fyrra hafa 6.194 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi síðasta ári. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.