Í gær greindust 1.488 Co­vid smit innan­lands en þau voru 1.383 daginn áður og er það fjölgun um 105. Á landa­mærum greindust 93 smit en þau voru 66 í fyrra­dag og fjölgar þeim því um 27.

Þetta kemur fram á upp­lýsinga­vef al­manna­varna co­vid.is.

Af þeim sem greindust í gær voru 50 prósent í sótt­kví við greiningu.

Í ein­angrun eru nú 10.234, í sótt­kví 12.817 og 777 í skimunar­sótt­kví.

Alls voru greind 5.593 ein­kenna­sýni í gær og 2.341 sótt­kvíar­sýni. Á landa­mærunum voru 855 sýni tekin.

Ný­gengi smita innan­lands er nú 4.352 og á landa­mærum er ný­gengið 433.

Sam­kvæmt til­kynningu frá far­sóttar­nefnd Land­spítala eru 33 sjúk­lingar inni­liggjandi með Co­vid-19. Þrír eru á gjör­gæslu, allir í öndunar­vél. Meðal­aldur inn­lagðra er 66 ár.

Í eftir­liti á Co­vid-göngu­deild spítalans eru 8.290 sjúk­lingar, þar af 2.995 börn.