Fleiri smit hafa greinst í dag hjá starfs­fólki leik­skólans Jörfa í hverfi Bústaðahverfi. Alls eru fimm deildir á leikskólanum og 98 börn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru smitin alls sjö en Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, sagðist ekki vera með nákvæman fjölda en að þeim hafi fjölgað frá því í gær. Í ljós kemur á morgun hversu mörg smitin eru í heild.

Ekkert skóla­starf verður í leik­skólanum á mánu­dag og fara allir starfs­menn leik­skólans sem ekki hafa enn verið skimaðir í skimun á morgun.

Greint var frá því fyrr í dag á RÚV að starfs­maður hefði greinst með CO­VID og í kjöl­farið hefðu 22 verið sendir í sótt­kví, þar á meðal 22 fimm ára börn. Auk þeirra ættu fjöl­skyldur þeirra að vera í sótt­kví.

Sam­kvæmt frétt RÚV fór starfs­maðurinn sem veiktist veikur heim úr vinnu á fimmtu­dag og var ekki í vinnu í gær. Leik­skóla­stjórinn sagði í við­tali við RÚV að hún væri fár­veik og vissi ekki hvernig hún smitaðist.

Starfs­fólk og for­eldrar fá að sögn Sig­rúnar upp­lýsingar um stöðu málsins í kvöld.

Fréttin hefur verið uppfærð.