Önnur hóp­sýk­ing­in af tveim­ur sem komu upp hér á land­i í síð­ast­a mán­uð­i hef­ur ver­ið rak­in til knæp­u í mið­bæn­um. Í ljós hef­ur kom­ið að sex til sjö ein­staklingar sem smit­uð­ust hafi sótt sama bar­inn sama dag í júlí. Þett­a kem­ur fram á vef Vísis.

Sami snert­i­flöt­ur

Jóh­ann K. Jóh­anns­son sam­skipt­a­stjór­i al­mann­a­varn­a greind­i frá því að smitr­akn­ing hafi loks leitt í ljós hvern­ig fólk­ið smit­að­ist. „Við erum við búin að finn­a stað­inn þar sem fólk­ið kom sam­an, ó­skylt,“ sagð­i Jóh­ann í sam­tal­i við Vísi.

Ein­hver snert­i­flöt­ur á barn­um hafi orð­ið til þess að allt fólk­ið smit­að­ist en ein­staklingarnir sem um ræð­ur eru all­ir í yngr­a kant­in­um að sögn sam­skipt­a­stjór­a. Ein­hverj­ir þurft­u að fara í sótt­kví vegn­a hóp­sýk­ing­ar­inn­ar.

Þór­ólf­ur Guðn­a­son, sótt­varn­ar­lækn­ir, greind­i frá því í dag að veir­an væri í vext­i í sam­fé­lag­in­u en 17 manns greind­ust með veir­un­a í dag. Þá var einn Co­vid sjúk­ling­ur á fer­tugs­aldr­i færð­ur á gjör­gæsl­u Land­spít­al­ans og sett­ur í önd­un­ar­vél í dag.