Unnið verður að því í dag að flytja hóp ísraelskra ferða­manna sem greindust ný­verið með Co­vid-smit hér á landi aftur til Ísrael en þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Mögu­lega verður farið í annað sjúkra­flug á morgun.

Varð­stjóri hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins stað­festir í sam­tali við mbl.is að ferða­mennirnir verði fluttir af far­sótta­húsum og Land­spítala með sjúkra­flugi frá Kefla­víkur­flug­velli en bæði er um að ræða ein­stak­linga sem eru al­var­lega veikir og ekki.

Líkt og greint var frá í gær er um að ræða hóp 30 bólu­settra Ísraela sem voru í fríi hér á landi en að því er kemur fram í frétt Jeru­salem Post er lík­legt að einn í hópnum hafi farið smitaður í flug og smitað hina á leiðinni til landsins.