Send­i­herr­a Pól­lands á Ís­land­i, Ger­ard Pokruszyński, lét í ljós á­hyggj­ur sín­ar af nei­kvæðr­i um­ræð­u í garð Pól­verj­a á fund­i með Guð­laug­i Þór Þórð­ar­syn­i ut­an­rík­is­ráð­herr­a í síð­ust­u viku. Guð­laug­ur und­ir­strik­að­i í sam­tal­i þeirr­a að smit­skömm­un á tím­um COVID-19 far­ald­urs­ins í garð þeirr­a væri ekki líð­and­i að því er seg­ir í frétt á vef ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins.

Um tutt­ug­u þús­und Pól­verj­ar eru bú­sett­ir á Ís­land­i og eru þeir langt­um stærst­i hóp­ur inn­flytj­end­a hér á land­i. Nei­kvæð um­ræð­a í garð Pól­verj­a hef­ur kom­ið upp í far­aldr­in­um og á síð­ast­a upp­lýs­ing­a­fund­i sagð­i Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regl­u­þjónn hjá al­mann­a­vörn­um, að dæmi væru þess að bæði börn og full­orðn­ir hefð­u orð­ið fyr­ir á­reit­i vegn­a þess að tengj­ast hóp­smit­um og jafn­vel úti á götu fyr­ir að vera frá á­kveðn­um lönd­um.

Guð­laug­ur Þór á­rétt­að­i á fund­i sín­um með pólsk­a send­i­herr­an­um að mik­il­vægt væri að í­bú­um væri ekki mis­mun­að vegn­a far­ald­urs­ins, hvort sem um er að ræða Pól­verj­a eða aðra af er­lend­um upp­run­a.
„Far­ald­ur­inn hef­ur kall­að fram marg­a góða eig­in­leik­a í fari þjóð­ar­inn­ar en líka slæm­a. Einn þeirr­a er smit­skömm­un­in, sem á und­an­förn­um vik­um hef­ur beinst að í­bú­um lands­ins af er­lend­um upp­run­a. Við get­um ekki lið­ið að fólk­i sé mis­mun­að á slík­um grund­vell­i enda fer veir­an ekki í mann­grein­ar­á­lit. Pólsk­a sam­fé­lag­ið hér á land­i hef­ur bæði auðg­að þjóð­líf­ið og átt rík­an þátt í skap­a hag­sæld und­an­far­inn­a ára og um­ræð­a und­an­far­inn­a daga í þess garð er bæði ó­væg­in og ó­sann­gjörn,“ seg­ir Guð­laug­ur Þór.