Tafir eru á því að hægt verði að niður­hala smá­forriti sem að­stoðar við rakningu smita á CO­VID-19 kóróna­veirunni. Alma D. Möller, land­læknir, til­kynnti í gær að á­huga­samir myndu geta nálgast smitrakningarappið í dag en úr varð ekki.

„Þannig stendur á því að fyrir­tækin App­le og Goog­le eru með appið til skoðunar áður en það verður að­gengi­legt í þeirra verslunum,“ sagði Alma á upp­lýsinga­fundi Al­manna­varna í dag. For­ritið er þó til­búið og einungis eigi eftir að fá grænt ljós frá tækni­risunum tveimur.

Gríðar­leg úr­bót fyrir smitrakningar­teymið

„Auð­vitað er þetta gríðar­lega mikil­vægt fyrir smitrakningar­teymið og auð­veldar þeirra vinnu sem verður sí­fellt flóknari.“

Alma hyggst upp­lýsa al­menning frekar um for­ritið þegar það verður til­búið til dreifingar. Allar leiðir séu nýttar til að flýta sem mest fyrir fyrir því að for­ritið verði tekið í gagnið.

For­ritið er byggt á tvö­földu sam­þykki og verður hægt að hlaða því í síma þar sem for­ritið fylgist með ferðum not­enda. Smitist notandinn verður þannig hægt að rekja ferðir hans ef hinn smitaði veitir leyfi fyrir því.