Appið Rakning C-19 er nú fáan­legt í gegnum App Stor­e en enn er verið að vinna í því að koma appinu inn í Goog­le Play. Land­læknir greindi frá því í gær að beðið væri eftir sam­þykki App­le og Goog­le til að koma appinu í gang en appið átti að fara í loftið í gær.

„Ó­háðir öryggis­sér­fræðingar hafa tekið kerfið út og per­sónu­vernd hefur verið upp­lýst um þróun þess og veitt ráð­gjöf varðandi per­sónu­verndar­mál,“ sagði Hólmar Örn Finns­son, per­sónu­verndar­full­trúi Em­bættis land­læknis, í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun.

Líkt og áður hefur verið greint frá byggir appið á tvö­földu sam­þykki þar sem fyrst þarf að sam­þykkja að hlaða appinu niður á símann og síðan fylgist það með ferðum út frá GPS þar sem upp­lýsingarnar eru geymdar. Ef ein­staklingar smitast þarf síðan aftur að veita smitrakningar­teymi leyfi til að nota þær upp­lýsingar.

Sam­kvæmt upp­lýsingum í appinu geymir það stað­setningar síðustu fjór­tán daga en eldri upp­lýsingar eyðast sjálf­krafa. Gögnum um ferðir ein­stak­lings er aldrei miðlað úr síma notanda nema hann sam­þykki það.

Em­bætti land­læknis er á­byrgðar­aðili kerfisins og það kemur skýrt fram í per­sónu­verndar­stefnu að gögnin verði ein­göngu nýtt til þess að rekja ferðir smitaðra ein­stak­linga.

Hægt er að nálgast forritið í gegnum App Store.
Appið virkar á íslensku, ensku og pólsku.
Ef smit kemur upp þarf aftur að veita teyminu aðgang að upplýsingunum.