73 ný kóróna­veiru­smit greindust hér­lendis í gær. Alls hafa því 963 smitast af veirunni og eru 864 þeirra í ein­angrun en 97 hefur batnað.


Á­tján liggja veikir á sjúkra­húsi og þar af eru sex á gjör­gæslu, eins og í gær. Tölur þessar birtust á upp­lýsinga­síðunni co­vid.is í dag.


Ís­lendingum í sótt­kví fækkar þá síðan í gær þegar þeir voru rétt rúm­lega tíu þúsund en eru 9.908 í dag. 3991 hafa lokið sótt­kví.


1.022 sýni voru tekin í gær, tæpur helmingur þeirra var rann­sakaður hjá sýkla og veiru­fræði­deild Land­spítalans en hinn helmingurinn hjá Ís­lenskri erfða­greiningu. Einungis reyndust þrír smitaðir af þeim 518 sem fóru í sýna­töku hjá Ís­lenskri erfða­greiningu.