Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að verið sé að kort­leggja smitið sem greindist utan sótt­kvíar og enn sé mögu­leiki á því að um sé að ræða gamalt smit. Ein­stak­lingurinn sem greindist í gær kom að utan fyrir tveimur vikum og mældist ekki já­kvæður þá. Hann átti bókað flug aftur út og þegar hann ætlaði að sækja sér vott­orð þá kom í ljós að hann var já­kvæður.

„Við erum að skoða þetta betur. Hvort um sé að ræða er­lent smit eða inn­lent og bíðum eftir frekari niður­stöðum,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að það verði farið í rakningu ef smitið reynist inn­lent.

„Ef þetta er inn­lent smit þá segir það okkur það að veiran er ein­hvers staðar í sam­fé­laginu og við­komandi hefur þá smitast ein­hvers staðar á síðustu tveimur vikum. Veiran er enn ein­hvers staðar en hvar og hvaðan þýðingu það hefur er erfitt að segja. En þetta er á­minning að við þurfum að passa okkar ein­stak­lings­bundnu sótt­varnir þótt það sé verið að slaka á að­gerðum þá þýðir það ekki að við getum sleppt fram af okkur beislinu. Við þurfum að passa okkur ef við viljum ekki fá bak­slag,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að þótt svo að það megi hittast 50 þá þurfum við ekki að drífa okkur í svo stóra hópa og það þurfi enn að passa fjar­lægðar­mörk, spritt og grímur.

Vill frekar klára bólusetningu

Jón Ívar Einars­son, prófessor við Harvard skoraði í Morgun­blaðinuí dag á stjórn­völd að lengja bilið á milli bólu­setninga þannig hægt sé að flýta fyrir bólu­setningu allra. Spurður út í þetta segir Þór­ólfur að hann sé ekki sam­mála þessari niður­stöðu Jóns Ívars.

„Menn geta haft alls­konar mis­munandi skoðanir á þessu. Þetta er mikil­vægt í löndum þar sem út­breiðslan er mikil og far­aldurinn er á flugi. Ég held að þetta sé ekki eins mikil­vægt hjá okkur þar sem nánast eru engin smit,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að betra plan, við slíkar að­stæður, sé að ná sem bestri vörn hjá við­kvæmum hópum og að það sé gert með því að ljúka bólu­setningu.

„Ég er ekki sam­mála þessari niður­stöðu en þannig er það, eins og oft áður, að fólk getur haft mis­munandi skoðanir á þessu,“ segir Þór­ólfur.

Hann út­skýrir að þó svo að fyrsti skammtur veiti ein­hverja á­kveðna vörn þá veiti hann aðal­lega vörn gegn al­var­legum sjúk­dómi.

„Það þýðir að fólk getur enn fengið sjúk­dóminn og jafn­vel dreift henni á­fram. Þannig sam­fé­lags­lega verndin er kannski ekki eins mikil og því held ég að það sé mikil­vægt að ná full­kominni vörn hjá fólki eins og hægt er og það getum við gert með svona fá innan­lands­smit,“ segir Þór­ólfur að lokum.