Hærra smit­hlut­fall er hjá leik­skóla­kennurum og starfs­fólki í dag­gæslu en nokkrum öðrum hópi í Dan­mörku.

Frá þessu er greint í frétt á vef danska miðilsins DR en þar er vísað til rann­sóknar sem fram­kvæmd var af danskri lyfja­fræði­rann­sóknar­stofnuninni Statens Serum Institut. Tíma­bilið sem miðað er við er frá 20. desember til 26. desember, yfir há­tíðirnar.

Í Dan­mörku í heild sinni var á tíma­bilinu smit­hlut­fallið 5,89 prósent. Smit­hlut­fallið meðal starfs­fólks vöggu­stofa var 7,47 prósent, 5,87 prósent fyrir leik­skóla­starfs­fólk og 6,87 prósent hjá starfs­fólki blandaðra stofnanna.

Til saman­burðar var hlut­fallið 2,32 prósent hjá starfs­fólki heil­brigðis­stofnana. Það er þó tekið fram í fréttinni að í samanburði á hópunum verði að taka til greina að hlut­fall heil­brigðis­starfs­fólk sem hefur farið í örvunar­bólu­setningu er um 74 prósent á meðan hlut­fallið er um 39 prósent í leik­skólum og um 33 prósent á meðal starfsfólks í vöggu­stofum.

Vill takmarka fjölda barna

Talað er við Anne Grethe Rosen­berg í fréttinni, for­mann kennara­sam­bands í Bupl á austur-Jót­landi, sem segir að það sama hafi gerst í síðasta sam­komu­banni, þá hafi starfs­fólk skóla og leik­skóla verið í mikilli smit­hættu. Rosen­berg hvetur stjórn­mála­menn til að endur­skoða tak­markanir innan skólanna og leggur til að til dæmis verði sett tak­mörk á það hversu mörg börn mega mæta og hversu mörg börn mega vera á hvern starfs­mann. Ef ekki fáist starfs­fólk til að hugsa um börnin þá telur hún réttast að loka þeim skólum.

Yfir­læknir á smit­sjúk­dómum á há­skóla­spítalanum í Ár­ósum segir ekkert koma á ó­vart við þetta háa hlut­fall. Börn séu hátt hlut­fall þeirra sem eru smituð núna og það segi sig sjálft að ef að fólk vinni í miklu ná­vígi við börn þá séu þau í meiri hættu á að smitast. Hann segir það mikil­vægasta að halda heil­brigðis­stofnunum opnum en að mögu­lega geti það verið sniðugt að tak­marka hversu margir eru á einum fer­metra í leik­skólum ef tak­markið er að fækka smitum.