Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að það eigi eftir að gera upp helgina en að hann viti að smit­tölurnar hafi verið svipaðar og dagana á undan, um 20 til 30 smit. Meðal­aldur smitaðra er um 30 ára. Hann segir að hann eigi eftir að fá stöðuna á spítalanum en að það sé sama hlut­fall, um tvö prósent, sem þurfi að leggjast inn á spítala vegna Co­vid. Frá þessu greindi Þór­ólfur í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég held að þetta gangi nokkuð vel núna,“ sagði Þór­ólfur.

Hann fór um víðan völl í þættinum og talað um stöðuna bæði innan­lands, á landa­mærum og í ná­granna­löndunum okkar.

Tekin handahófskennd próf við komu

Hann sagði á landa­mærunum væru búið að setja upp gott kerfi en þar eru tekin handa­hófs­kennd próf á þeim sem koma til baka og vott­orðin þeirra skoðuð.

Þór­ólfur talaði að­eins inn á stöðuna í Dan­mörku þar sem öllum höftum hefur verið af­létt og sagði að það gætu verið ýmsar á­stæður fyrir því að þeim gengur betur en hér. Þá var hann einnig spurður út í knatt­spyrnu­velli fulla af fólki þar sem enginn hólfa­skipting er. Þór­ólfur sagði að í Bret­landi væri verið að skima minna en að spítala­inn­lögnum fjölgaði sem og dauðs­föllum vegna Co­vid.

„Ég held að Bretar séu engin fyrir­mynd í þessu.“

Spurður hvort að við værum að ganga of langt núna með því að hafa strangar fjölda­tak­markanir á stærri við­burði og annað sagði Þór­ólfur að það yrði að líta til þess af hverju okkur gekk illa í sumar, þegar það voru engin höft og að við myndum alltaf setja okkur í hættu á því að lenda í sömu stöðu ef öllu verður af­létt.

Hann sagði að það væri var­huga­vert að bera saman lönd því að­gerðir væru ekki búnar að vera eins í öllum löndum í gegnum far­aldurinn.

Mælir ekki með því að smitast viljandi

Spurður út í það að fólk smitist viljandi af Co­vid varaði Þór­ólfur við því að gera það því viti enginn fyrir fram hvernig hann fari út úr sýkingunni. Hann sagði sem dæmi að af þeim tveim sem voru í öndunar­vél fyrir helgi var annar á fer­tu­galdri, annar bólu­settur og annar með undir­liggjandi vanda­mál en hinn ekki.

„Ef að fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver út­koman verður og auk þess þá veit maður ekki hvern maður smitar,“ sagði Þór­ólfur og minnti á að maður gæti alltaf smitað ein­hvern sem er við­kvæmur fyrir.

Hægt er að hlusta á við­talið hér.