Einn ein­stak­lingur sem greindist með Co­vid í vikunni hafði verið við­staddur á kosninga­vöku Fram­sóknar­flokksins sem fór fram í sal CCP á Granda á laugar­dags­kvöldinu en þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið.

Í skjá­skoti af skila­boðum frá Fram­sókn, sem mbl.is birtir, er fólki þakkað fyrir komuna og látið vita af smitinu. „Ein­staklingar út­settir fyrir smiti eru komnir í sótt­kví og gestir eru vin­sam­legast beðnir um að vera vakandi fyrir ein­kennum,“ segir í skila­boðunum.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í gær í við­tali á Bítinu að hann teldi lík­legt að smitum myndi fjölga eftir helgina þar sem margir hafi ekki verið með hugann við sótt­varnir. Vísaði hann sér­stak­lega í kosninga­vökur víða um land.

„Mér sýndist í sjón­varpinu að fólk hafi verið með hugann við annað en sótt­varnir um helgina,“ sagði Þór­ólfur í við­talinu á Bylgjunni. Í gær greindust 32 ein­staklingar með veiruna en á sunnu­dag greindust tuttugu.