Ein­stak­lingur sem smitaður var af CO­VID-19 var á Ís­lenska barnum föstu­daginn 9. apríl. Frá þessu er greint í til­kynningu frá barnum í dag. Þar kemur fram að allir sem heim­sóttu staðinn þann dag séu mögu­lega út­sett fyrir CO­VID-19 og eru hvött til að fara í skimun.

„Við höfum verið í góðu sam­starfi við rakningar­teymi al­manna­varna og nú þegar hafa skráningar á gestum okkar 9. apríl verið sendar á rakningar­teymið. Til þess að vera örugg sendum við lista úr báðum sótt­varnar­hólfum hjá okkur og því ættu allir þeir aðilar að fá skila­boð með strika­merki fyrir skimun,“ segir í til­kynningu frá barnum.

Þau minna á að lokum að þau leggi ríka á­herslu á að tryggja heilsu og öryggi sinna við­skipta­vina, starfs­manna og sam­fé­lagsins í heild.

„Við höfum alltaf fylgt fyrir­mælum heil­brigðis­yfir­valda og al­manna­varna í einu og öllu.“

Til­kynningin er að­gengi­leg hér að neðan.

Kæru vinir, Við fengum þær upplýsingar í dag að föstudaginn 9. apríl var COVID-19 smitaður einstaklingur á Íslenska...

Posted by Íslenski Barinn - The Icelandic Bar on Sunday, 18 April 2021