Breski sjón­varps­maðurinn Pi­ers Morgan smitaðist af CO­VID-19 á úr­slitum EM í knatt­spyrnu í London.Daily Mail greinir frá en sjón­varps­maðurinn telur bólu­efnin hafa bjargað lífi sínu.

Pi­ers, sem þekktur er fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum, viður­kennir að hann hafi í­hugað það hvort það væri ráð­legt að mæta á svo stóran við­burð. Að endingu segist hann ekki hafa getað hugsað sér að mæta ekki, enda fyrsti úr­slita­leikur Eng­lands í knatt­spyrnu síðan hann var 16 mánaða gamall.

Eins og fram hefur komið fór úr­slita­leikurinn úr böndunum þegar múgur braut sér leið inn á völlinn. Lýsir Pi­ers því að það hafi ein­fald­lega verið allt­of margir á­horf­endur á vellinum. Tveir menn hafi meðal annars laumað sér inn á völlinn fyrir framan hann.

Pi­ers fékk hita og missti bragð­skynið. Hann segir að sér hafi aldrei liðið jafn illa á full­orðins­aldri. „Mér hefur aldrei liðið jafn illa af veikindum á full­orðins­aldri, en ég er enn hér ó­líkt svo mörgum milljónum sem hafa týnt lífi sínu í þessum heims­far­aldri.“