Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sótt­varna­brot karlmanns sem leiddi til þess að 107 ein­staklingar smituðust af COVID-19 í tengslum við leik­skólann Jörfa í Bú­staðar­hverfi í Reykja­vík.

Sæ­var Þór Jóns­son, lög­maður, segir að ef karlmaðurinn braut sótt­varna­lög af stór­felldu gá­leysi eða af á­setningi gætu þeir sem hafa smitast farið í skaða­bóta­mál.

„Ef ein­stak­lingurinn er með­vitaður um að hann sé smitaður eða á að gera grein sér fyrir því af á­kveðnum á­stæðum en hlýtir ekki sótt­varna­reglum getur það varðar bæði fangelsi og sektar­greiðslum en þetta getur líka varðar þessa skaða­bóta­á­byrgð gagn­vart ein­stak­lingum,“ segir Sæ­var.

„Það er á­kvæði um þetta í sótt­varna­lögum. Sem dæmi kom upp mál fyrir nokkrum árum sem snéri að ein­stak­lingi sem vissi að hann væri HIV smitaður og gætti ekki að því að upp­lýsa ein­stak­linga um það.“

Þeir sem höfða skaða­bóta­mál þurfa sýna fram á tjón en Sæ­var segir að slíkt tjón getur verið marg­vís­legt. Hann úti­lokar ekki að það væri einnig hægt að krefjast miska­bóta.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður.
Mynd/Hringbraut

„Mér skilst að það eru ein­staklingar meðal þessara starfs­manna sem hafa orðið fyrir all­veru­lega miklu tjóni. Það getur falist í fjár­hags­legu tjóni eins og kostnaðurinn við það að vera mjög al­var­lega veikur, tekju­missi og þess háttar,“ segir Sæ­var.

Guð­mundur Páll Jóns­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, sagði í sam­tali við RÚV í gær að brot ein­stak­lingsins í tengslum við smitin á Jörfa séu með grófari sótt­varna­brotum sem lög­reglan hefur rann­sakað.

Lög­reglan stefnir að því að taka skýrslu a manninum á næstum dögum en hann er grunaður um bæði brot á sótt­kví og ein­angrun.

„Ef þetta er stór­fellt gá­leysi eða á­setningur er þetta skaða­bóta­mál,“ segir Sæ­var.

„Þetta getur verið stór upp­hæð“

Spurður um hvort það gæti ekki orðið all­veru­lega háar bætur ef allir 107 ein­staklingarnir sem smituðust fara í mál, segir Sæ­var það fara eftir af­leiðingum.

„Þetta getur verið stór upp­hæð en þetta fer eftir af­leiðingum. Það þarf að bíða eftir af­leiðingum. Það er mjög lík­legt að við erum að tala um ein­hverja tugi ein­stak­linga sem gætu hafa urðið al­var­lega veikir.“

Spurður um hvort fjár­hags­leg að­stoð ríkisins fyrir tekju­missi vegna sótt­kví eða ein­angrunar hafi ekki á­hrif á upp­hæð bóta segir Sæ­var þær að­gerðir vera tak­markaðar.

„Tökum sem dæmi hvernig ætlar að meta það ef ein­stak­lingur fær ekki lyktar og bragð­skyn? Hvernig ætlarðu að meta það að ein­stak­lingur hafi ekki and­legt þrek í eitt ár eða tvö ár. Maður er að heyra ýmsar út­gáfur af þessu. Segjum að ein­stak­lingur getur ekki mætt aftur í vinnu vegna af­leiðinga vegna covid eða eftir­kasta co­vid. Ein­stak­lingur gæti verið búin að skipu­leggja frí en kemst ekki þetta getur líka verið ó­beint fjár­hags­legt tjón,“ segir Sæ­var.