Um helgina kom upp smit á Norðurlandi eystra sem rakið var til veitingastaðarins Berlín á Akureyri. Lögregla bað í kjölfarið fólk sem hafði sótt staðinn laugardaginn 24. október að hafa samband við lögreglu.

Í dag greindust 10 ný smit en nokkrir þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar og samkvæmt lögreglu dreifast smitin víða við fyrstu sýn.

Lögregla hvetur alla til að huga að þeim sóttvarnareglum sem eru í gildi, huga vel að því hvert þeir fara, hverja þeir hitta og gæta vel að persónulegum smitvörnum.

51 einstaklingur er nú með staðfest Covid-19 smit og í einangrun og 135 eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Þetta er töluverð fjölgun frá því í gær þegar 70 voru í sóttkví.

Viljum í fyrstu þakka fyrir viðbrögðin sem við fengum í gær vegna beiðni okkar hvað varðar gesti sem höfðu sótt...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Wednesday, 28 October 2020